Í Fossvogsdalnum er að jafnaði mikið af hundum. Ef ókeypis pokar væru til staðar í dalnum hefðu hundaeigendur enga afsökun fyrir því að hirða ekki upp eftir sinn hund og dalurinn væri því þrifalegri. Þetta er vel þekkt til dæmis í Bandaríkjunum þar sem pokakassarnir eru festir fyrir ofan ruslarunnurnar.
Hreinlegri dalur, hvatning fyrir alla að taka upp skítinn eftir hundana. Hægt að fylla á kassana um leið og ruslatunnur eru tæmdar.
Eiga hundaeigndur ekki bara að sjá um þetta sjálfir - t.d. með því að kaupa poka sem festast á ólar hundsins
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation