Smáraskóli - eldunaraðstaða fyrir matráð

Smáraskóli - eldunaraðstaða fyrir matráð

Smáraskóli hefur því miður ekki þá aðstöðu til taks að hægt sé að elda mat fyrir nemendur í skólanum og því er keyptur inn matur fyrir börnin. Aðrir nýrri skólar í Kópavogi bjóða upp á mat eldaðan á staðnum af matráði. Við leggjum til að skólanum verði úthlutaðir peningar til að koma upp samskonar aðstöðu.

Points

Betri matur framleiddur á staðnum fyrir börnin

Matur eldaður á staðnum með hollustu í huga er alltaf betri kostur en upphitaður matur sem hefur verið eldaður annarstaðar. Heimilislegt andrúmsloft og góðhartaður matráður er besti kosturinn. Við viljum besta kostinn fyrir okkar börn.

Hollari matur, ekki upphitaður, nýeldaður og ferskur matur eldaður á staðnum er alltaf betri kostur en aðkeyptur matur.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information