Búskap aftur í gamla Kópavogsbæinn

Búskap aftur í gamla Kópavogsbæinn

Mjög einföld hugmynd. Fá bara bónda og skepnur og búskap í gamla bæinn. Kindur, kýr, hestar og hænur og allt það. Við erum búin að vera bændur hér í 11 aldir og fólk í borg er að tapa tengingunni við náttúruna og matvælaframleiðsluna sem að landbúnaðurinn er. Kjörið að tengja þetta við skólana og fleira.

Points

Þetta er hin raunverulegi fyrsti Kópavogur sem að við ættum að halda í. Nýstárlegt en samt eldgamalt. Lifandi borg. Dásamleg tilhugsun að hafa búskap í nánd við sig með lykt og öllu saman en ekki bara mynd í ipad

Heilbrigðisyfirvöld eru ólíklega til að leyfa búskap inni í byggð. Til dæmis yrði ekki leyfilegt að vera með Hana, samkvæmt reglum um hænsnahald í Kópavogi, svona inni í byggð. Því held ég að fullur búrekstur sé ekki raunhæfur. En að gera bæinn upp þannig að hann væri dæmi um búskap í sveit, þótt það væri smærra í sniðum og að öðru leyti nýta húsin til kennslu. Óskað er eftir tillögum að framkvæmdum án rekstrar, svo það þyrfti að finna rekstrar form/aðila fyrst til að fá þetta samþykkt.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information