Þetta er vinsæl tenging gegnum Kópavog og niður í Smára. Leiðin upp er klúðursleg fyrir hjól en að hjóla suður eftir er ekki hægt nema á götunni. Það vantar stíg fyrir kaflan í miðjunni og hann er forarsvað í rigningu og á veturna (hef dottið þarna þegar ég treysti mér ekki út á götu í slabbi). Gott væri að hafa göngustíg alla leið eða þá taka skrefið til fulls og gera hjólastig. Þetta gæti orðið vinsæl tenging gegnum Kópavog fyrir þá sem hjóla í vinnuna. Þá þyrfti að skoða tengingu við Fossvog.
Þetta er vinsæl leið gegnum Kópavog samkvæmt Strava http://labs.strava.com/heatmap/#15/-21.88039/64.10635/blue/bike
Hættulegur kafli fyrir gangandi og hjólandi. Augljóslega vinsæl leið samkvæmt strava og áganginum á grasinu.
Þetta er mjög vinsæl gönguleið upp úr Smárum í Hamraborg.
Þú tókst þátt í hugmyndaferlinu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur síðastliðið haust. Þessi hugmynd hefur komist áfram í kosningaferlið í Okkar Kópavogur en getur mögulega hafa tekið einhverjum breytingum. Hugmyndin er í kosningu í Digranesi. Rafrænar kosningar eru hafnar og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation