Setja upp yfirbyggð hjólastæði sem anna yfir 200 hjólum hið minnsta (400 nemendur).
Ónógur fjöldi hjólastæða er við Smáraskóla - skólinn er með heilsueflandi stefnu og mikill fjöldi nemenda mætir á hjóli. Mun fleiri mæta reyndar á hjóli en pláss er fyrir í hjólabogum. Hundruð bílastæða eru við Smáraskóla og næsta nágrenni. Eðlilegt væri að taka hluta þeirra eða malarsvæði á milli Smáraskóla og Smárann undir alvöru hjólastæði sem væru undir skyggni til að vernda hjólin frá mestri bleytu. Þar væri sterkur leikur að setja upp ekki hefðbundna hjólaboga heldur betri hjólastæði.
Þú tókst þátt í hugmyndaferlinu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur síðastliðið haust. Þessi hugmynd hefur komist áfram í kosningaferlið í Okkar Kópavogur en getur mögulega hafa tekið einhverjum breytingum. Hugmyndin er í kosningu í Smáranum. Rafrænar kosningar eru hafnar og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation