Myndi vilja sjá einhverja starfsemi þarna sem þjónar íbúum t.d. skólaeldhús fyrir Snælandsskóla eða frístundarstarfsemi frá Skólahljómsveitinni,tónlistarskólanum,dansfélög eða Myndlistarskólanum en Smiðjuvegurinn er stórhættulegur fyrir krakka að sækja þar myndlistarnám.
óvissa um framtíð hússins og lítið samráð við íbúa er óboðlegt plús að planið að ofanverðu er orðið að bílakirkjugarði sem er ólíðandi inn í miðju íbúðarhverfi.
Fullkomlega sammála. Þessi tillaga er í raun komin fram en kannski best að reyna sameinast um eina slíka.
Hús í miðju hverfisins, það hlýtur að vera hægt að finna nýtingu á því sem hagnast nærsamfélaginu, eitthvað annað en íbúðahúsnæði sem mun aðeins auka bílaumferð í hverfinu.
Algjörlega sammála
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation