Bætt hljóðeinangrun við Hafnarfjarðarveg

Bætt hljóðeinangrun við Hafnarfjarðarveg

Bætt hljóðeinangrun við Hafnarfjarðarveg

Points

Garðabær hefur bætt verulega hjá sér hlóðeinangrun við Hafnarfjarðarveg í sumar og finnur maður mikinn mun þegar maður gengur um hverfin þar sem hljóðeinangrun hefur verið bætt. Kópavogur ætti að fara að fordæmi Garðabæjar. Svæðið við tjörnina í Kópavogsdal er orðið mjög flott útivistarsvæði sem Kópavogsbúar nýta sér vel. Börn koma sérstaklega til að leika sér í leiktækjunum sem og að skoða fuglana á tjörninni. Það sem spillir þessu fína útivistarsvæði er umferðarhávaði frá Hafnarfjarðarveg.

Það er ekki bara hljóðið sem truflar heldur líka rykmökkur sem rennur af götunni og niður á göngustíg.

Ég bý við Hlíðarhvamm og við íbúar höfum ítrekað beðið um bætta hljóðeinangrun við Hafnarfjarðarveg. Þurfum t.d. að loka gluggum ef horft er á sjónvarp vegna hávaða. Þurfum verulega að hækka róminn þegar við tölum saman í garðinum.

Bý í Hlíðarhvammi og við getum ekki haft gluggan í stofunni opinn ef við erum að horfa á sjónvarpið né ef borðað er inn í borðstofu venga hávaðar frá Hafnarfjarðarvegi. Það þarf að bæta hljóðeinangrunina. Skilst að Garðabær hafi gert það hjá sér með góðum árangri. Myndin sýnir allt sem sýna þarf!!

Hávaða- og rykmengun við Kópavogstjörn/Kópavogslæk hefur oft verið heilsuspillandi undanfarin ár. Til þess benda m.a. mælingar Umhverfisstofnunar. Við Kópavogstjörn er eitt vinsælasta útivistarsvæði í bænum, einkum sótt af börnum og eftir að Okkar Kópavogur setti upp æfingatæki hefurásókn enn aukist. Auk þessa er meðfram veginum mjög fjölfarin göngu- og hjólaleið sem einkum börn á leið í og úr skóla og íþróttahúsi nota. Það er löngu tímabært að bærinn bæti úr þessari vanrækslu. Gbær er fyrirmynd

Þessi hugmynd var sambærileg annarri hugmynd sem fer áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information