Körfuboltavöllur við Kársnesskóla

Körfuboltavöllur við Kársnesskóla

Körfuboltavöllur í líkingu við þann við Smáraskóla með 4-6 góðum körfum og undirlagi sem hleypir vatni í gegnum sig.

Points

Bæta aðstöðu fyrir krakka til að stunda íþróttir á Kársnesinu. Mikil vöxtur er hjá Körfuknattleiksdeild Breiðabliks og áhugi á íþróttinni er vaxandi hjá börnum. Ekki er góð aðstaða til körfuknattleiksiðkunnar fyrir í vesturbænum sem er vagga körfuboltans í Kópavogi. Samskonar völlur er mikið notaður við Smáraskóla og er mikil ánægja með hann.

Mikilvægt að bæta aðstöðu fyrir börn til að stunda íþróttir. Svona völlur eykur mjög á áhuga barna á körfubolta.

Mikil þörf á að bæta aðstöðu barna til íþróttaiðkunar. Völlur af þessu tagi er mikil hvatning til körfuboltaiðkunar eins og reynsla er af í Smáranum. Sparkvellir eru komnir í þónokkra skóla, er ekki löngu kominn tími á að laga körfuboltaaðstöðuna ? Þetta skiptir máli, komum börnunum úr símanum og út að leika!

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information