Uppfæra ónýtan fótboltavöll við Stelluróló

Uppfæra ónýtan fótboltavöll við Stelluróló

Útbúa steyptan fótboltavöll við Stelluróló. Þar væri einnig hægt að fara í skotbolta og aðra boltaleiki. Þarna er í dag mjög lúinn malar fótboltavöllur með illgresi og stórum steinum og allt of stórum mörkum. Ég er búinn að búa í nágreninu í 3 ár og hef aldrei séð krakka leika sér á vellinum vegna þess hvað hann er í lélegu ástandi og fyrir löngu kominn tími á andlitslyftingu.

Points

Þú tókst þátt í hugmyndaferlinu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur síðastliðið haust. Þessi hugmynd hefur komist áfram í kosningaferlið í Okkar Kópavogur en getur mögulega hafa tekið einhverjum breytingum. Hugmyndin er í kosningu á Kársnesi. Rafrænar kosningar eru hafnar og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Völlurinn sem er þarna í dag er í afleitu ástandi, stórir steinar, mjúkt undirlag og illgresi valda því að völlurinn er ekkert notaður, einnig eru mörkin allt of stór. Steyptur fót- og körfuboltavöllur með handboltamörkum og körfum myndi nýtast stórum sem smáum krökkum sem vilja nýta annars skemmtilegt svæðið með Stelluróló og túnunum í kring. Á steyptum velli er hægt að fara í fótbolta, körfubolta, skotbolta, skottaleik eða hvað annað sem krökkum dettur í hug stærstan hluta ársins.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information