Sameinum Digranesið, og Kópavog allan, við Reykjavík með miklum sparnaði og skilvirkari stjórnsýslu. Í framhaldinu getum við sameinað öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Myndum eitt öflugt og vel rekið sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu sem við getum öll verið stolt af. Tökum skrefið núna.
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sinna öll sömu verkefnum en í sex mismunandi eintökum. Þannig eru 5 bæjarstjórar og 1 borgarstjóri yfir þeim. Bæjarstjórinn í Kópavogi með rúmlega 26,4 milljónir í árslaun. Hinir 4 bæjarstjórarnir, auk borgarstjóra eru með svipuð laun. Bara við að sameina þessar stöður mundu sparast um 130 milljónir á ári. Þá eru ótaldar stöður bæjar- og borgarfulltrúa auk nefndarmanna í öllum þeim fjölda af nefndum og ráðum sveitarfélagana. Af hverju sex þegar eitt dugar?
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation