Lítil sem engin lýsing er við bílastæði leikskólans. Það þarf að bæta lýsinguna. Ég þakkaði iðulega fyrir það síðasta vetur að vera með endurskinsmerki á bæði mér og tveggja ára krílinu mínu þegar við komum í leikskólann á morgnana en börn eru ekki há í loftinu og erfitt fyrir ökumenn að sjá þau í dagsbirtu hvað þá í skammdeginu, byrgjum brunninn áður en barnið dettur ofan í hann.
Ég þakkaði iðulega fyrir það síðasta vetur að vera með endurskinsmerki á bæði mér og tveggja ára krílinu mínu þegar við komum í leikskólann á morgnana en börn eru ekki há í loftinu og erfitt fyrir ökumenn að sjá þau í dagsbirtu hvað þá í skammdeginu, byrgjum brunninn áður en barnið dettur ofan í hann.
Þessi hugmynd er á verkáætlun hjá Kópavogsbæ og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation