Stækka eldhúsið eins og fyrirhugað var en frestað í vor.
Það hefur sýnt sig í öðrum skólum að það að geta fulleldað mat veldur meiri ánægju hjá bæði börnum og forldrum. Það var áætlun um að stækka eldhúsið í Kópavogsskóla í vor en því var frestað út af vandræðum í Kársnesskóla. Kársnesskóla vandamálin eru miklu miklu stærri en það að fresta því að stækka eldhúsið í Kópavogsskóla hafi eitthvað að segja.
Matur, eldaður á staðnum, er mun fýsilegri kostur en að fá aðkeyptan mat sem er upphitaður. Börnin okkar í fyrsta sæti!
Nauðsinlegt svo að börnin fái fullnægjandi mat í skólanum
Eins og í öllum einkafyrirtækjum þá er hagnaður fyrirtækis, í þessu tilviki Skólaasks, í fyrirrúmi hjá stjórnendum. Það er þeirra hagur að elda úr sem ódýrasta hráefni og spara. Það er ekki hagur barnanna sem er í fyrirrúmi heldur fyrirtækisins. Það er ekki eðlileg forgangsröðun þegar kemur að næringu og heilsu barnanna okkar.
Matarmál hafa verið mikið í umræðunni á meðal foreldra í Kópavogsskóla og það er mikil óánægja með núverandi fyrirkomulag. Það er ekki að sjá að foreldrar sætti sig við annað en eldhús verði stækkað og matur eldaður í skólanum.
Söddum og sælum börnum gegnur betrur í námi
Já takk..ekki mismuna börnum í Kópavogi..við viljum mat eldaðan frá grunni eins og í flest öllum skólum í kópavogi
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation