Leikvöllurinn á Huldubraut er skemmtilegur en hentar ekki vel fyrir yngstu börnin. Það vantar að bæta við ungbarnarólum, skipta rólum út fyrir dekkjarólur og setja upp litla rennibraut. Eins þarf að lagfæra leiktæki, það eru lausar festingar og það mætti setja nýtt undirlag undir rólurnar. Það mætti jafnvel setja einn bekk fyrir fullorðna fólkið að setjast á. Það er mikið af litlum börnum í nágrenninu sem myndu njóta góðs af þessum breytingum.
Það er mikið af litlum börnum í hverfinu og í nýbyggingunum við Vesturvör. Á síðustu mánuðum hef ég hitt marga foreldra (og ömmur) sem hafa nefnt það að þessar breytingar yrðu til góðs. Um helgar er hægt að nýta leiksvæðið á leikskólanum Marbakka en á virkum dögum er ekkert í hverfinu sem hentar þeim börnum sem ekki eru komin í leikskóla.
Bæta þarf ungbarna aðstöðuna klárlega. Mjög góð hugmynd. Þarf að fjarlæga mjög fúin ´trönu´ tré. Mætti meira segja setja leiktækin þar. Er gott undirlag þar.
Þú tókst þátt í hugmyndaferlinu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur síðastliðið haust. Þessi hugmynd hefur komist áfram í kosningaferlið í Okkar Kópavogur en getur mögulega hafa tekið einhverjum breytingum. Hugmyndin er í kosningu á Kársnesi. Rafrænar kosningar eru hafnar og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation