Framkvæmdafé fært til íbúa

Framkvæmdafé fært til íbúa

Legg til að íbúar geti fengið úthlutað framkvæmdafé sem þeir geti sjálfir ráðstafað t.d. vegna endurnýunar á gangstéttum, kantsteinum, stígum og gróðurreitum í götunni sinni. Því miður virðist sem fjármunum til einfaldra framkvæmda sé illa ráðstafað og að hægt væri að ná fram vandaðri og markvissari árangri ef framkvæmdavaldinu yrði komið til íbúa. Þessi nálgun gæti ýtt undir frekari þáttöku íbúa til að viðhalda stígum og gróðri í sínu nánasta umhverfi og gert Kópavog að fallegri bæ.

Points

Með því að draga íbúa inn í ákvarðanatökur um hvernig peningum sé varið í sínu nánasta umhverfi verður vitund íbúa meiri og þar með áhugi fyrir því að snyrta og fegra umhverfið. Þessi vitund myndi án efa virkja íbúa frekar í að viðhalda sínu nánasta umhverfi snyrtilegu og fallegu.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information