Draga úr hraða á Kópavogsbraut

Draga úr hraða á Kópavogsbraut

Hraðinn sem margir bílar fara á þegar þeir koma inn á Kópavogsbraut neðan úr Hamraborginni er til skammar. Við upphaf götunnar er gangbraut sem sést ekki fyrr en komið er mjög nálægt henni og mikil slysahætta þar sem fjöldi hjólreiðamanna fer þarna yfir ásamt öldruðu fólki frá Sunnuhlíð. Hraði þessara bíla heldur svo áfram þar til komið er neðarlega í götuna. 30 km aksturshámark ætti að setja á alla götuna og bæta við hraðahindrunum og þ.h.

Points

Slysahætta. Börn, aldraðir og hjólreiðafólk ganga regluglega yfir götuna.

Allt of mikill hraði og umferð um þessa götu, þarf virkilega að draga úr umferðarhraða þarna.

Mikil slysahætta er við gangbrautina við hringtorgið. Hjólreiðafólk er þar oft á mikilli ferð og erfitt að sjá það þegar ekið er út úr hringtorginu inn á Kópavogsbraut. Spurning um spegla eða færa gangbrautina fjær hringtorginu (vestar á Kópavogsbrautina) til að minnka slysahættu.

Marg oft orðið vitni af "næstum slysi" á hjólandi vegfarenda þarna yfir gangbrautina. Lækkum hámarkshraða og setjum þrengingar/hindranir

Þessi hugmynd var sambærileg annarri hugmynd sem fer áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information