Bæta þarf við sérstökum potti í sundlaugina á Rútstúni einungis fyrir fossa og vatnsbunur.
Vantar pott með enn meira nuddi og það væri æði með steina gufu
Bæta þarf við sérstökum potti í sundlaugina á Rútstúni einungis fyrir fossa og vatnsbunur og fjarlægja þá af núverandi stað á sama tíma. Fossarnir eru mikið notaðir og mjög góðir. Oft truflar notkun þeirra hins vegar aðra gesti í pottinum þar sem bunurnar eiga það til að spýtast yfir allan pottinn ef ekki er farið rétt að. Því væri mikil framför ef byggður væri sérstakur pottur fyrir fossana. Það mætti endilega fjölga þeim í fjóra enda mikil ásókn í þá. Núverandi pottur nýttist þá einnig betur.
algjörlega sammála eins og þetta er góð laug og nóg pláss fyrir potta þá er skipulagið alls ekki nógu gott eins og þetta er í dag
sammála nauðsynlegt að hafa nuddaðstöðuna aðskilda frá pottum
Þessi hugmynd komst ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation