Börn sem búa fyrir neðan Kársnesbraut þurfa að ganga yfir Kársnesbraut til að fara í skóla, sund, bókasafn o.s.frv. Auk þess sækja íbúar þjónustu yfir götuna. Þung og hröð bílaumferð fer um götuna og fer hún vaxandi með auknum byggingaframkvæmdum. Afar mikilvægt er að er að sett verði göngubrú eða undirgöng við gatnamótin svo börn og fullorðnir komist yfir götuna með öruggum hætti. Mikilvægt er að tengja stíg frá göngubrú yfir á göngustíg við sjó til að auka umferðaröryggi.
Já í raun og veru þarf að leysa óviðunandi aðstæður fyrir gangandi vegfarendur þarna og vestur á Vesturvörinn við Naustavör
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation