Hraðahindranir á Vesturvör

Hraðahindranir á Vesturvör

Umferðarþunginn er mikill á Vesturvör og umferðarhraði gríðarlegur. Þarf að stemma stigu við hraðanum.

Points

Hér býr fólk með börnum og gæludýrum og oft skapast hér stórhætta vegna umferðarhraða. Oft verðum við vitni að framúrakstri einnig.

Ég er algerlega sammála. Það vantar öruggari leiðir til að komast að göngustígunum við sjóinn. Bæði fyrir foreldra og börn og svo fyrir þau okkar sem hjóla í vinnuna á hverjum degi. Umferðarljós við Vesturvör og Norðurvör og svo einnig betri göngustíga á vesturvör myndi bæta margt.

That area of the neighborhood is in dire need of development for the safety of pedestrians and cyclists, especially children and parents. There are currently no good ways of getting to the sea without crossing heavy traffic on unmarked streets. Winter and snow make this a virtual impossibility. A neighborhood is as good as how pleasant we make it for the inhabitants to enjoy its beauty, please consider making this area more walkable and cyclable.

Hraðahindranir eru í raun neyðarráðstöfun sem notuð er til að reyna að hindra forkastanlega hegðun ökumanna. Flestum finnst þegar orðið nóg um fjölda þeirra. En þarna verður að gera eitthvað róttækt, við sem búum á svæðinu eða eigum oft leið þarna um verðum iðulega vitni að vítaverðum akstri, þarna hefur mælst hraði sem vel á 2. hundraði og framúrakstur á 80-90 ekki óalgengur, jafnvel á gatnamótum.

Þessi hugmynd var sambærileg annarri hugmynd sem fer áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information