Setja mætti upp gangbrautir við gatnamótin hjá Grænatúni, Álfatúni, Kjarrhólma og Vallhólma. Engar gangbrautir eru þar og oft eru börn að fara yfir göturnar til og frá skóla. Eins og skipulagið er í dag á þessum gatnamótum er ekki gert ráð fyrir að gangandi umferð komist greiðilega yfir göturnar. Við miðjar göturnar Álfatún og Vallhólma eru eyjur með háum köntum sem gera fólki með barnavagna eða yngri börn á hjólum erfitt að komast yfir, en leikskóli er á einu horninu og mikil umferð með börn.
Myndi auka öryggi gangandi vegfarenda.
Nauðsynlegt að hafa gangbraut yfir götuna þar sem margir eiga þar leið um til að fara í leikskólann og einnig í grunnskólann.
Svo sammála
Algjör nauðsyn fyrir gangandi vegfarendur. Á morgnanna er mikil umferð á þessu svæði og börn á leið í skóla og leikskóla.
Þessi hugmynd komst ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation