Það vantar hraðahindranir á eystri hluta Hrauntungu líkt og er í syðri hluta götunnar. Einnig þyrfti að vera gangbraut að göngustíg sem liggur bak við raðhúsin í götunni að rólóvellinum sem er á milli Hrauntungu og Digranesvegar.
Bílarnir í Hrauntungu keyra alltof hratt til að fara niður á Hlíðarveg. Það er smá beygja á götunni og það er varla hægt að treysta börnum ein út bíl þar sem bílarnir bruna svo hratt framhjá án þess að sjá fyrir hornið.
Þessi hugmynd komst ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation