Ég og margir íbúar Snælandshverfisins höfum lengi rætt það okkar á milli að koma á hliðgættu samfélagi. 3 metra á gaddavírsgirðing myndi umlykja svæðið með 2 inngöngum sem gættar eru af 2 vörðum sitthvoru megin. Um hverfið keyrir svo 1 öryggisvörður á golfbíl. Götur sem eru löngu úr sér gengnar eins og flóttamannagatan Reynigrund verði jöfnuð við jörðu og þar byggð einbýlishús ekki minni en 350fm Reistur verður golfvöllur í dalnum og klúbbhús hverfisins með sundlaug, tennisvelli og veitingastað.
Þetta myndi stuðla að hækkuðu húsnæðisverði í Kópavogi þar sem bæjarfélagið fengi hærri standard sem lúxusbæjarfélag. Snælandshverfið myndi samanstanda af færri og efnaðari íbúum sem myndu þá taka minna í bæjarútgjöldum og skila meiru inn í formi útsvars. Fyrst og fremst myndi þetta þó gulltryggja öryggi allra íbúa og þá aðalega barna sem ekki geta varið sig sjálf gegn óværum. Tökum af skarið og berjumst fyrir okkar góða bæjarfélagi sem Kópavogur er. Veljum framtíðina, ekki fortíðina. Veljum Kóp
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation