Göngustígurinn frá Skálaheiði upp að íþróttahúsinu og Álfhólsskóla Digranesi er illa upplýstur og er niðamyrkur á einum kafla. Bæta þarf við að minnsta kosti tveimur ljósastaurum svo börn geti óhult gengið þá leið til og frá skóla.
Þessi leið er gönguleið barna í og úr skóla og íþróttaiðkun. Mín börn forðast þessa leið nema í fylgd með fullorðnum, vegna myrkurs.
Þessi hugmynd komst ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation