Eiga fjárveitngar til Nató að vera 10 sinnum hærri en til málefna flóttamanna og innflytjenda eins og gert er ráð fyrir í núverandi fjárlögum fyrir 2017? Til síðara verkefnisins er áætlað um 150 milljónum meðan um 1.500 er varið til Natós. Það er kostnaðarþátttaka okkar í Natóinu. Þessum himinháu fjárframlögum er áætlað að taka á móti erlendum áhöfnum herflugvéla um nokkurra vikna skeið en miklu er varið til að prófa nýja tækni sem nýtist hergagnauðnaðinum. Á þessu þarf að vera róttæk breyting!
Að verja himinháum fjárhæðum úr ríkissjóðði til að prófa hergagnaútbúnað í þágu hergagnaiðnaðarins er mikill vansi í utanríkisþjónustu okkar Íslendinga. Á meðan er varið mun minni fjármunum til að veita flóttamönnum aðstoð. Þetta fólk er landflótta einkum vegna herverka þar sem of mikið er af valdasjúkum stríðsmönnum með of mikið af hergögnum í sínum vörslum
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation