Ég vil ekki að þingmenn eða ráðherrar ráði því hvort eða hvenær ný stjórnarskrá er tekin í gildi. Alþýðan/kjósendur á Íslandi eru þeir sem eiga að ráða því. Þingmenn og ráðherrar eru á okkar launaskrá og eiga að gera það sem við viljum.
Vandamálið er ekki hvað stendur í stjórnarskránni heldur þegar ekki er farið eftir því sem þar stendur. Nýtt plagg getur aldrei tryggt löghlýðni af sjálfu sér. Fyrst þarf að tryggja eftirfylgni við stjórnarskrá og meta svo afrakstur þess, áður en hægt er að bera kennsl á hvað gæti þurft að betrumbæta. Ef t.d. eignarréttur mannfólks yrði virtur sem mannréttindi en ekki rangtúlkaður sem réttur fyrirtækja þá þyrfti ekkert að breyta eignarréttarákvæðinu, svo dæmi sé tekið.
Það er eitt að vilja uppfæra stjórnarskrá en annað að umbylta henni. Það er engin ástæða til að umbyllta henni þó það eru ákvæði sem þarf að laga eða bæta við. Svo í þokkabót, að þeir séu á launaskrá og gera það sem við viljum ... lestu stjórnarskrána. Þeir eru "eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum." skv 48. grein (bæði gildandi stjórnarskrá og skv drögum að nýrri stjórnarskrá).
Stjórnarskrá er ekkert annað en grunnlög eða sáttmáli sem lýðræðisþjóð kemur sér saman um. Löngu tímabært að ganga frá nýjum grunnsáttmála. Þóðin en ekki þingið á að gera það, við eigum að byggja á þeirri frábæru vinnu sem lögð var af mörkum með Þjóðfundi og Stjórnlaganefnd.
Ný stjórnarskrá er engin umbylting. 80% af núgildandi stjórnarskrá er að finna í nýrri stjórnarskrá, það viðheldur festu sem stjórnarskrá á að hafa. Það viðheldur dómafordæmum. Þau 20% sem hverfa eru úreldar tilvísanir í ríkisráð og þvíumlíkt. Ný stjórnarskrá er að mestu leiti viðbætur sem eru komnar í stjórnarskrár annars staðar. Greinar sem vernda réttindi manna og jarðar. http://kvennabladid.is/2016/08/11/samanburdur-a-stjornarskra-islands-og-frumvarpi-stjornlagarads/
Þau sem gagnrýna nýju stjórnarskrána grípa stundum til þeirrar útskýringar að ekki sé farið eftir því sem stendur í stjórnarskránni. Skýringin á því er augljós því að gildandi stjórnarskrá er löngu hætt að þjóna hlutverki sínu og er því túlkuð út og suður. Í lýðræðisríkjum þarf reglulega að uppfæra lög svo þau öðlist lögmæti og réttmæti. Stjórnarskráin var samþykkt til bráðabirgða við lýðveldisstofnun með því fyrirheiti að hún yrði fljótt tekin til gagngerar endurskoðunar. Síðan eru liðin 73 ár.
Stjórnarskráin verður að vera sett af "fólkinu", því þingmenn hafa ekki fólkið í fyrirrúmi þegar þeir breyta eða ætla að breyta stjórnarskránni. Sagan segir okkur það.
Núverandi stjórnarskrá var ætluð til tímabundinnar notkunnar Við einnig samþykktum nýja stjórnarskrá sem miklum peningum var eytt í og viljum við sjá hana nýtta.
Jafnræði
Meirihluti Íslandinga vill nýju Stjórnarskránna frá Stjórnlagaráði. Því geta Alþingismenn ekki geymt hana ofan í skúffu. Upp með hana og samþykkið hana!
Íslensk stjórnmál buðu skipbrot við Hrunið. Nánast allir eru sammála um það og þmt stjórnmálamennir. Í ljótleika umræðunnar eftir Hrun gerðist þó eitt sem var fallegt: Það fæddist ný stjórnarskrá og allt í kringum meðgönguna og fæðinguna var laust við heift og hatur stjórnmálanna. Fyrir utan þær réttar- og þjóðfélagsbætur sem felast í nýju stjórnarskránni þá myndi samþykkt hennar vera svo sögulegt atvik að það gæti markað nýtt upphaf. Grípum tækifærið!
Við eigum nú þegar tillögur Stjórnlagaráðs sem samdar voru af fólkinu í landinu - ég er eindregið fylgjandi því að Ný Stjórnarskrá verði byggð á þeim drögum sem samþykkt voru af þjóðinni 20.10.12 - stjórnmálamenn eiga ekki að semja starfsreglur fyrir sjálfa sig - núverandi Stjórnarskrá veitir þingmönnum og ráðherrum - mun meiri völd en eðlilegt getur talist - meira að segja hafa ráðherrar einræðisvöld í sínum málaflokkum - þau völd byggja að vísu á hefðum - en ekki ákvæðum í Stjórnaskrá
Tími nýju stjórnarskrárinnar er kominn. Ferlið sem skilaði okkur nýrri stjórnarskrá hefur vakið heimsathygli. Fyrst var þjóðfundur, síðan skilaði stjórnlaganefnd 700 bls skýrslu. Stjórnlagaráð notaði skýrsluna og víðfemt gagnasafn,m.a. til að skrifa nýju stjórnarskrána en um 70% af henni er í þeirri gömlu. Þingið tók svo við verkinu, fékk umsögn Feneyjarnefndar, fékk sérfræðinga til að vinna breytingar á frumvarpinu. Það skjal sem lá fyrir á vormánuðum 2013 er fullbúið. Þjóðin kaus með.
Rökin eru þau að stjórnmálamenn geta ekki með sannfærandi hætti ákveðið leikreglurnar sem þeir eiga að fara eftir
Ný stjórnarskrá er skrifuð af kjósendum sem höfðu jafn atkvæðavægi í kostningum um hana, og konur koma líka af því að skrifa hana. :P
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation