Aðgangur allra að menntun eru mikilvæg mannréttindi sem stuðla að jafnari tækifærum allra til að nýta hæfileika sína og ná markmiðum sínum. Vel menntaðir borgarar stuðla að upplýstara samfélagi. Tryggjum öllum landsmönnum réttindi til menntunar.
Auður hvers samfélags er fólkið. Menntun er máttur og ef kerfið verður þess valdandi að ákveðnir samfélagshópar komast ekki til mennta erum við að missa af mikilvægum auð.
Forsenda þess að geta tekið á móti og nýtt sér þær öru breytingar sem verða í náinni framtíð á samfélagi okkar, alþjóðasamfélaginu, tækni o.s.frv. er að vera með vel menntaða og þekkingardrifna þjóð.
Ég get vel tekið undir að menntun auki lífsgæði og styrki mannauðinn í samfélaginu. Hins vegar hef ég efasemdir um hvort hún skuli vera að fullu ókeypis. Reynsla mín af því að starfa s.l. 26 ár við HÍ sýnir að allt of margir nemendur meta ekki þá "gjöf" sem íslenska ríkið færir þeim, þegar þau fá fría kennslu. Þegar ég kenni erlendis, þá leggja nemendur meira á sig, þegar þeir hafa þurft að greiða fyrir kennsluna. Ég veit að þetta er tvíeggjað sverð - en þaf að skoða með opnum hug
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation