Ráðherrar séu ekki þingmenn

Ráðherrar séu ekki þingmenn

Horft verði í auknum mæli til faglegrar sjónarmiða og út fyrir þingið við skipun ráðherra í ríkisstjórn. Séu þingmenn skipaðir ráðherrar víki þeir sæti af þingi á meðan þeir gegna því embætti.

Points

Aðskilja þarf framkvæmdarvald og löggjafarvald með skýrum hætti. Þetta er bráðnauðsynleg breyting til þess að þrískipting valdsins verði að veruleika.

Ég á mjög bágt með að sjá hvers vegna þetta ætti að vera ófrávíkjanleg regla. Það breytir í sjálfu sér engu um aðskilnað löggjafar- og framkvæmdavalds að taka ráðherrana af þingi – ábyrgð þeirra er jú gagnvart þinginu og í samsteypustjórnum eins og hér eru þurfa þeir að hafa pólitískt bakland. Í einstökum tilfellum getur verið ágætt að ráðherra sé um leið þingmaður, í öðrum ekki.

Frábær hugmynd, áður hefur reynst vel að hafa fagstjórn með sérfræðingum óháðum erjum innan alþingis. Menntað fólk með það eina markmið að bæta og breyta komi í staðinn fyrir fégráðuga og og ósérhæfða þingmenn.

Það eina sem þarf til að koma þessu í framkvæmd er að virða stjórnarskránna. Í 2. gr. hennar er kveðið á um þriskiptingu ríkisvaldsins. Hvergi er hins vegar veitt heimild fyrir því að sömu aðilar (aðrir en Forseti) fari samtímis með framkvæmdavald og löggjafarvald, enda er valdið þá ekki þrískipt eins og 2. gr. stjórnarskrárinnar mælir fyrir um. Hér þarf enga nýja stjórnarskrá heldur eingöngu að fara eftir þeirri sem við þegar höfum.

Auðvitað eru kostir og gallar við þessa kröfu. Það sem mér finnst samt vega þyngst er að ef þingið setur framkvæmdarvaldinu ramma, t.d. með stefnu og fjárlögum, að ráðherrar eigi síðan að hafa eftirlit með sjálfum sér. Það finnst mér ótækt og hef aldrei skilið hvernig á að virka. Ég held að þessi breyting eigi eftir að gera Alþingi sjálfstæðara og jafnvel þannig að þingmenn verði frekar samstíga í verkefnum þingsins. Við höfum upplifað ofurvald framkvæmdarvalds á þinginu í alltof langan tíma.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information