Dánaraðstoð verði lögleyfð

Dánaraðstoð verði lögleyfð

Sett verði lög þar sem dánaraðstoð (euthanasia) verði lögleyfð. Dánaraðstoð er að við vissar, vel skilgreindar aðstæður og að uppfylltum ströngum skilyrðum geti einstaklingur valið dánaraðstoð sem mannúðlegan valkostur fyrir þá sem kjósa að mæta örlögum sínum með því að fá að deyja með reisn.

Points

Sjálfráða einstaklingur á að hafa yfirráð yfir líkama sínum, lífi og dauða. Það telst til mannréttinda að hafa eitthvað að segja um eigin dauðdaga. Við þurfum að virða sjálfsákvörðunarrétt einstaklings. Slík lög myndu ekki hafa nein bein áhrif á þá sem eru, af trúarlegum eða siðferðilegum forsendum, á móti dánaraðstoð. Þetta er aðeins valkostur fyrir þá sem kjósa að fara þessa leið. Mikilvægt er að fjölga valkostum við lok lífs.

Líklegt má telja að dánaraðstoð verði eitt af dagskrárefnum samfélagsumræðunnar á næstu árum. Siðmennt lét gera könnun á lífsskoðunum Íslendinga síðasta vetur og spurði m.a. hvort þátttakendur væru hlynntir eða andvígir því að einstaklingur gæti fengið aðstoð við að binda endi á líf sitt ef hann væri haldinn ólæknandi sjúkdómi. Niðurstaðan var mjög afgerandi en 74,9% voru mjög eða frekar hlynntir því að einstaklingur gæti fengið aðstoð við að binda endi á eigið líf.

Er fylgjandi því að dánaraðstoð verði valkostur fyrir einstaklinga sem velja það sjálfir og sýnt þykir hvert stefnir #ammapírati

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information