Þeir sem uppljóstra um spillingu njóti efnahagslegrar og félagslegrar verndar og verndar gegn málsóknum. Spilling skilgreinist sem misbeiting á opinberu valdi til persónulegs ávinnings. Mikilvægt er að vernda þá sem uppljóstra um misgerðir sem varða almannahag.
Mikilvægi verndar tjáningarfrelsis er óumdeilanlegt og er vegur þess mikill í íslenskri stjórnskipan. Löggjafinn hefur styrkt réttinn til tjáningar með lagasetningu á æ fleiri sviðum og þá hafa dómstólar margsinnis viðurkennt vernd tjáningarfrelsisins í dómaframkvæmd. Tjáningarfrelsi fylgir einnig ábyrgð og það getur sætt takmörkunum, t.d. vegna veigamikilla hagsmuna einstaklinga eða þjóðfélagslegra hagsmuna. Frumvarp Bjartar framtíðar finnst hér: http://www.althingi.is/altext/144/s/1113.html
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation