Evrópusambandið kemur öllum við

Evrópusambandið kemur öllum við

Boðum til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Þjóðin á að ráða svona stóru máli sjálf og stjórnvöld skulu fylgja niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar af heilum hug, óháð því hver niðurstaðan er. Verði aftur sótt um aðild verði aðildarsamningur aftur borinn undir þjóðina til samþykktar eða synjunar. Deildu og lækaðu ef þú ert sammála.

Points

Kannanir benda sterklega til að vilji þjóðarinnar liggi í þessa átt og því er mikilvægt að hann sé virtur án frekari vafninga.

Treystum fólkinu í landinu. Leyfum því að kjósa um aðild að ESB.

Ætla einhverjir ísl. stjórnmálaflokkar að gera alvöru úr því að óska eftir aðild að Evrópubandalaginu á meðan það lætur ofbeldi gagnvart Katalónum algerlega afskipt? Evrópusambandið svíkur með þessu sinnuleysi öll sín grunngildi, og snýr baki við ítrekuðum og ofbeldisfullum brotum á lýðræðisrétti, borgarlegum rétti og mannréttindum íbúa Katalóníu.! Nú stunda Spænsk stjórnvöld umfangsmikil efnahagshryðjuverk í Katalóníu, með hótunum til fyrirtækja sem þar eru með starfsemi, og hótunum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information