Útrýma fátækt á Íslandi með lagaboði

Útrýma fátækt á Íslandi með lagaboði

Fátækt er hægt að útrýma á Íslandi með því að festa í lög að lifandi framfærsluviðmið verði notað sem lágmarkslaun á vinnumarkaði sem og viðmið allra bóta. Lýfeyrir og eða örorkulaun eru þá aldrei undir grunnþörfum.

Points

Með reglulegum verð og neyslukönnunum er hægt að afla vitneskju um raun framfærslukostnað einstaklinga, verði slíkt viðmið bundið í lög og óheimilt að reikna bætur og eða greiða lægri laun en slíkt viðmið segði til um mun raun fátækt á meðal Íslendinga heyra sögunni til. láglaunafólk, eldri borgarar, öryrkjar, atvinnulausir sem og aðrir sem aðstoð þurfa munu þá aldrei fá lægri upphæð en raunverulega þarf til framfærslu. Hvernig fólk svo fer með þá fjármuni sem þeim eru tryggðir er þeirra ábyrgð.

Eftirlaun, örorkubætur og lágmarkslaun í dag duga engan veginn fyrir lífsnauðsynjum, eins og mat, lyfjum, húsaleigu(fasteignagjöldum) rafmagni, hita, fatnaði og alls ekki fyrir tómstundir eða aðra afþreyingu, sem allir ættu að geta leyft sér öðru hverju.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information