Alþýðufylkingin vill gera úrlausn ágreiningsmála gjaldfrjálsan, þar með talið fyrir dómstólum. Í dag er lögfræðikostnaður meiriháttar þröskuldur fyrir fátækara fólk til að leita réttar síns. En réttlæti nær auðvitað ekki máli nema það sé fyrir alla. Réttlæti á ekki að vera stéttaskipt. Gjaldfrjálsan úrskurð ágreiningsmála!
Einstæðar mæður, öryrkjar, láglaunafólk, einyrkjar, ungmenni -- alls konar fólk sem hefur tiltölulega lítið milli handanna veigrar sér við að leita réttar síns fyrir dómstólum vegna þess hvað það er dýrt að ráða sér lögfræðing. Aðgengi að réttlæti á ekki að vera háð efnahag.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation