Eignarhald fjölmiðla á að vera gegnsætt. Enginn fjölmiðill er hlutlaus, en það er mikilvægt að vita hvaða hagsmunir eru að baki til að geta túlkað málflutninginn. Ritstjórnarstefnan á líka að vera gegnsæ, þannig að fólk geti t.d. séð hvaða andmælarétt það á og hvaða kröfur eru gerðar til heimilda á fjölmiðlinum.
Gegnsæi er forsenda upplýstrar umræðu. Það þarf að liggja fyrir hvaða hagsmunir eru á ferðinni. Og það þarf að liggja fyrir hversu háður eigandanum ritstjórinn er. Orð hans duga ekki fyrir því -- enda fer háður ritstjóri varla að segjast vera háður eigandavaldinu!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation