Tryggja þarf að framlög á hvern háskólanema nái sem fyrst meðaltali OECD og í kjölfarið verði þau hækkuð þannig að Ísland standi jafnfætis öðrum Norðurlöndum í takt við samþykkta stefnu Vísinda- og tækniráðs.
Íslenskir háskólar fá nú um helmingi lægri framlög á hvern háskólanema en háskólar á Norðurlöndunum og eru framlög í íslensku háskólakerfi lægri en þau voru fyrir áratug. Háskólarnir eru undirstaða þekkingarsköpunar og þekkingarmiðlunar í samfélaginu. Aðgengi að háskólamenntun dregur úr misskiptingu og fjölbreytt atvinnulíf byggist á góðri menntun, nýsköpun og rannsóknum. Þannig eru háskólarnir undirstöðustofnanir í að styrkja innviði íslensks samfélags.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation