Gera þarf heildstæða úttekt á réttarstöðu brotaþola kynferðisofbeldis og tryggja að sú vitundarvakning sem orðið hefur um þetta samfélagsmein skili sér í fræðslu, forvörnum og bættri réttarstöðu. Sérstaklega verði horft til stöðu þolenda kynferðisbrota, einnig þeirra sem verða fyrir eltihrellum og þolenda stafræns kynferðisofbeldis. Auka þarf fræðslu og endurmenntun á öllum sviðum samfélagsins en ekki síst í réttarkerfinu, á rannsóknarstigi, ákærustigi og dómsstigi.
Mikilvægt er að vinna að því að breyta þeim viðhorfum til málaflokksins sem endurspegla djúpstætt skilningsleysi á alvarleika umræddra brota.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation