Opinn ókeypis útipottur við Suðurströnd/Lindarbraut

Opinn ókeypis útipottur við Suðurströnd/Lindarbraut

Koma upp steyptum stórum útipotti sjávarmegin við hornið á Suðurströnd og Lindarbraut. Þar er forkunnafagurt útsýni, sólsetur ægifögur og hægt væri að útbúa tröppur fyrir þá sem vilja stunda sjósund. Hægt að fara í fjöruna við hliðina og svo skella sér í pottinn. Vera með útibekki og aðstöðu í kring þannig að hægt sé að hafa það huggulegt á góðviðrisdögum. Yrði opið og ókeypis fyrir almenning.

Points

Staðsetningin sameinar ótalmargt; fallegt útsýni, stutt í fjöruna og sjósund og auðvelt aðgengi að heitu vatni þar sem útbúnaður hitaveitunnar er á staðnum. Mætti ekki rísa of hátt til að spilla ekki fyrir útsýni húsanna við Suðurströnd. Getið ímyndað ykkur hringpottinn í Nauthólsvíkinni sem væri staðsettur í hlaðna hringnum á þessum stað. Engin búningaaðstaða þörf en hægt að hafa opnar sturtu fyrir þá vilja skola af sér í sundfötunum.

Þetta er frábær hugmynd og frábært fyrir sjósundsfólk hér á Nesinu

Þetta væri frábært gæti verið til minnigar um Sigurð K Árnasson. En hannn var mikill áhuga maður um að setja upp svona aðstöðu og eru vætanlega til hugmindir hans hjá bæjarfélaginu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information