Göngubrú yfir Köldukvísl í Mosfellsdal

Göngubrú yfir Köldukvísl í Mosfellsdal

Göngubrú fyrir gangandi og hestafólk yfir Köldukvísl í mosfellsdal undir Helgafelli. Myndin er "hitakort" af Strava.com og sýnir hvar fólk er að ganga eða hlaupa með app-ið í gangi. Ljósari litur þýðir meiri umferð.

Points

Eins og er er ekki hægt að ganga upp með Köldukvísl frá Leirvogstungu. Samt er þetta mjög vinsæl göngu og hlaupa-leið. Á meðfylgjandi "hitakorti" frá Strava.com sést að mjög margir fara yfir Þingvallaveginn og nokkrir vaða ánna, sem skapar óþarfa hættu. Betra væri ef fólk gæti auðveldlega komist yfir ánna þar sem nú er vað. Þetta stórbætir aðgengi fólks að náttúrunni í Mosfellsdal, sérstaklega Mosfellinu sjálfu.

Þurfa hestar nokkuð brú?

@Úrsúla Jünemann, þessi stígur er ekki bara fyrir hesta. Það eru nokkrir göngustígar sem tengjast inn á þennan stíg aðeins vestar, bæði í norður og suður. Hitakortið sýnir að umferð um stíginn austan við stæðið er töluverð. Sjálfur fer ég þarna vestar, nær Leirvogstunguhverfi 1-2svar í viku og sé mun oftar gangandi heldur en hesta.

Nú hafa 30 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2019 17.-28.maí. Þessi hugmynd var ekki valin að þessu sinni eða önnur sambærileg hugmynd valin. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2019.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information