Glæðum svæðið nýju lífi! Fáum leikvöll með tækjum sem henta ungum börnum í stað trjádrumba sem eru við Litlakrika 34. Svæðið er ekkert nýtt í dag og hentar alls ekki þeim aldri sem ætlast er til. Enginn leikvöllur er í hverfinu utan skólalóðar og rólu á einkalóð. Bátur/bíll eða slíkt, rennibraut með smá klifri og róla með ungbarna rólu og venjulegri - allt fast saman til að spara pláss - væri frábært td.
fullt af flottum hugmyndum fyrir litla leikvelli hér https://www.kids-around-perth.com/perth-playgrounds.html
👍
Má ekki nota svæðið í Krikaskólanum. Þannig er það allavega í Varmárskóla: Leiktækin opin öllum.
Nú hafa 30 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2019 17.-28.maí. Þessi hugmynd var ekki valin að þessu sinni eða önnur sambærileg hugmynd valin. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2019.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation