Ullarnesbrekka er að verða ein mesta útivistarparadís í Mosfellsbæ. Þar er núþegar leikvöllur, frisbígolf völlur, hjóla og göngustígar og fl. Hvernig væri að bæta við litlu skíðasvæði með skíðalyftu eins og er á höfuðborgarsvæðinu. (Breiðholti, Grafarvogi og Ártúnsbrekku). Brekkan er til staðar og svæðið er núþegar notað fyrir útivist. Svo væri hægt að útbúa hjólabraut fyrir þá sem eru á fjallahjólum á sumrin.
Brekkan er tilstaðar, er á höfuðborgarsvæðinu og svæðið núþegar nýtt undir útivist.
Frábær hugmynd þar sem lítið ef orðið af sleða brekkum í Mosfellsbænum eftir framkvæmdir síðustu ára.
Nú hafa 30 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2019 17.-28.maí. Þessi hugmynd var ekki valin að þessu sinni en önnur sambærileg hugmynd valin. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2019.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation