Tel að sveitarfélagið megi fylgja því betur eftir við lóðarhafa, þar sem almenninr göngustígar liggja að lóð, að þeir fylgi óskum/fyrirmælum bæjaryfirvalda eftir um að þeir klippi tré og runna við lóðarmörk þannig að gangandi vefgarendur þurfi ekki að hrekjast út á götu í stað þess að ganga á göngustígnum. Á þessu er því miður mikil brotalöm.
Aukin snyrtimennska og minni slysahætta.
Nú hafa 30 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2019 17.-28.maí. Þessi hugmynd var ekki valið í kosningu en verður sent sem ábending til þjónustustöðvar eða viðeigandi aðila til nánari skoðunar eða framkvæmda. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2019.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation