Stór upplýsingaskilti þar sem farið er yfir sögu Álafossverksmiðjunar, bæði á Íslensku og ensku.
Það vantar upplýsingar um merkilega sögu Álafossverskmiðjunar í kvosina. Mikilvægt að hafa þær aðgengilegar á ensku svo erlendir ferðamenn sem koma við í Álafosskvos geti fræðst um sögu svæðisins. Það er mikilvægt að byggja upp ferðamannasvæði í sátt við náttúru og íbúa og tryggja aðgengi ferðamanna en á sama tíma vernda svæðin. Hægt er að hafa aðgengileg upplýsingaskilti t.d við bílastæðið hjá Ásgarði.
Nú hafa 30 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2019 17.-28.maí. Til hamingju, þessi hugmynd er þar á meðal. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2019.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation