Skipta út bláu tunnunni fyrir endurvinnslutunnu
Einfaldar, auðveldar og ýtir undir aukna flokkun á rusli
Alls ekki :) Mosfellsbær er leiðandi í umhverfisvænum og hagkvæmum leiðum til endurvinnslu heim að dyrum. Blátunna sem tekur við hreint og vel skilgreint endurvinnsluefni (pappír, pappa og bylgjupappa) og svo Orkutunna fyrir Allt plast í poka (ekki bara plastumbúðir) og almennan heimilisúrgang (sem verður að mestu að metani, eina svansvottaða eldsneyti á Íslandi). Gleri má svo skila í grenndargám og á endurvinnslustöð SORPU. Þar má líka skila um 30 aðra flokka...
Styð þetta heilshugar! Ég var með endurvinnslutunnu þegar ég bjó í Reykjavík, og það gerði alla flokkun svo mikið einfaldari og þægilegri. Hvetur til þess að fólk sé umhverfisvænt.
Nú hafa 30 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2019 17.-28.maí. Þessi hugmynd var ekki valið í kosningu en verður sent sem ábending til þjónustustöðvar eða viðeigandi aðila til nánari skoðunar eða framkvæmda. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2019.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation