Skilti með styrktaræfingum við bekki á göngustígum í Mosó

Skilti með styrktaræfingum við bekki á göngustígum í Mosó

Setja upp skilti með styrktar - og teygjuæfingum við bekki á göngustígum í Mosfellsbæ sem gerðar eru með eigin líkamsþyngd. Hugmyndin er að hafa 3 styrktaræfingar á hverju skilti sem tekur á öllum helstu vöðvahópum líkamans og þrjá styrkleika flokka sem henta öllum, jafnt byrjendum sem og fyrir lengra komna. Þetta væru æfingar sem allir geta gert og gera göngtúrana skemmtilegri og árangursríkari. Skiltin væru frábær viðbót í heilsueflandi samfélagi.

Points

Fullkomin viðbót í heilsueflandi samfélagi.

Sniðugt og ódýrt

Þetta mun ég notfæra mér.Góð viðbót við góðan göngustíg.

Frábært að taka æfingu með göngutúrnum

Fín hugmynd. Þetta á ekki að vera dýrt, bara einföld tæki sem þjóna sínum tilgangi.

Frábært ef ein æfing a hverju skilti er líka sett fram á “barnvænan“ hátt til að hvetja yngstu kynslóðina til að taka þátt...

Frábær, einföld og hreyfihvetjandi hugmynd :-)

Frábær hugmynd og flott viðbót í heilsueflandi samfélagi :-)

Nú hafa 30 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2019 17.-28.maí. Til hamingju, þessi hugmynd er þar á meðal. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2019.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information