Leiðinlegt að sjá hvað það hefur verið þrengt að Framhaldsskólanum
Virkilega sammála, mér finnst alveg furðulegt hversu þétt er verið að byggja í Mosó. Ekki bara hjá framhaldsskólanum heldur líka í kringum bæjarleikhúsið. Húsin alltof há og byggð alveg upp við götur og gangstéttir...
Skipulagið í Móso er ekki mannvænlegt. Ekki vildi ég búa í blokk þar sem ég horfi á næsta vegg og umferðin bruna í 3 metra fjarlægð framhjá. Svona vil ég ekki sjá bærinn okkar.
Þétting byggðar á ekki við hér í Mosó og alls ekki að byggja svona hátt upp. Bærinn hefur hingað til verið frekar lágreistur og þessi kumbaldar eru mikil lýti á bæjarmyndinni og rýra tilfinninguna um mannvinsamlegt samfélag
Þétting byggðar með stórum blokkum á ekki heima í Mosó!
Nú hafa 30 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2019 17.-28.maí. Þessi hugmynd var ekki valin að þessu sinni eða önnur sambærileg hugmynd valin. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2019.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation