Sumarfrístund

Sumarfrístund

Það mætti gjarnan bjóða upp á frístund í skólum á sumrin. Það þyrfti ekki að vera opið allt sumarið en t.d. 2 vikur í byrjun sumarfrís og 2 vikur í lok sumarfrís myndi hjálpa mikið. 11 vikna sumarfrí er ofboðslega erfitt fyrir venjuleg heimili að brúa.

Points

Sumarfrístund hefur gefist vel t.d. í Reykjavík og sjálfsagt að bjóða fjölskyldum í Kópavogi upp á þennan valkost.

Frístundastarf í Kópavogi er fjölbreytt, skemmtilegt og til fyrirmyndar. Af hverju ekki að bjóða upp á þennan valmöguleika yfir sumartímann.

Já, kæmi sé rmjög vel að hafa þennan valkost. Gott að geta brúað bilið þegar sumarfrí foreldra er búið. Gott fyrir börnin að geta leikið við önnur börn og fá smá rútínu áður en skólinn byrjar.

já, hjálpi mér hvað það væri gott að hafa möguleika á þessum kosti! það er takmarkað hvað hægt er að senda börnin útum hvippinn og hvappinn til að hafa ofanaf þeim. Best er að börnin gætu verið í leik í sínu hverfi með sem sínum vinum, allavegana hluta sumars.

Þetta er frábært hugmynd til að brúa þetta bil sem flestir foreldrar lenda í yfir sumartímann. Þá verða börnin líka mögulega með sínum vinum í sínu hverfi. Þetta starf þyrfti að vera vel skipulagt til að börnin fengju ekki leið.

Sumarfrí foreldra er svo mikið styttra en barnanna að þau enda í pössun eða reddingum hálft sumarið. Börn á yngsta stigi hefðu það mun betra ef þau hefðu samastað með vinum sínum hluta sumarsins og áhyggjur og álag á foreldra mundi minnka.

Löngu orðið tímabært að bjóða upp á þessa þjónustu fyrir fólk með börn í 1 og 2 bekk. Ekki boðlegt að foreldrar geti ekki notið frítíma saman með börnum sínum vegna tengingu atvinnulífs og skóla.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information