Halda áfram að loka leikskólum í fjórar vikur yfir sumarið.
Gott fyrir börn að fara í fjögurra vikna samfleytt sumarleyfi. Þá eru einnig meiri líkur á að þau séu meirihluta af starfinu með sínum kennurum og starfsfólki sem þau þekkja og treysta en ekki nýju sumarfólki sem getur verið meira rót og flóknara fyrir lítil börn. Með fjögurra vikna lokun gefst einnig aukið rými á lagfæringum, breytingum og viðhaldi í leikskólunum.
Mér finnst mun betra að hvert barn (Foreldrar þess) þurfi að velja 4 vikur að sumri fyrir frí t.d. fyrir 1. apríl og svo sé orlofi starfsfólks raðað niður eftir því. Það fá ekki allir foreldrar frí í júlí, nefni ég sem dæmi vaktavinnufólk. Það er góð reynsla af þessu í Garðabænum.
Ég er sannfærð um að það sé börnunum fyrir bestu að lokað sé í fjórar vikur á sumrin meðan kúfurinn er tekinn af sumarfrístöku starfsmanna. Námi, vellíðan og heilbrigði barnnanna er best borgið á þann hátt og með því móti er einnig lögð pressa á foreldra, atvinnulífið og samfélagið að taka ákvarðanir fyrst og fremst út frá þörfum barna. Þau eiga rétt á því samkvæmt barnasáttmálanum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation