Það mætti bæta tengingu göngustíga frá Vallhólma og niður í Fossvogsdal
Það mætti bæta tengingu göngustíga frá Vallhólma og niður í Fossvogsdal með því að setja göngustíg dalmeginn við Kjarrhólmann, það er ekki nógu aðgengilegt að reyna að komast frá gatnamótunum Vallhólmi, Kjarrhólmi nður í dalinn án þess að þurfa að ganga í skugganum af blokkinni eða í grasinu eða snjó niður með veginum. Mætti gjarnan vera upphitað þar sem þetta er töluverð brekka. Tillaga merkt með gulu á meðfylgjandi mynd
Klárlega mikil bót með því að bæta gönguleiðina þarna, eins væri gott ef þarna kæmi hjólastígur líka þar sem það er óþægilegt að komast þarna um hjólandi á morgnana og íbúar að bakka út úr stæðum sínum.
Já og það vantar bættar gangstéttir og merktar gangbrautir sem tengja Kjarrhólma, Vallhólma, leikskólann Álfatún og undirgöngin undir Nýbýlaveg. Mikið af börnin sem fara þarna um.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation