Lagfæra skólalóð
Tímabært að uppfæra leiksvæði í takt við það sem gert hefur verið í Salaskóla.
Lóð Lindaskóla er því miður orðin verulega lúin og beinlínis hættuleg á köflum. Mikil hálka myndast í kringum skólann sem gerir nemendum, kennurum og foreldrum mjög erfitt fyrir, sérstaklega þegar komið er að skólanum Galtalindarmegin. Klettaveggur við skólann er ein stór slysagildra sem þarf að fjarlægja strax og bæta þarf verulega leikaðstöðuna sem er mjög óspennandi miðað við skólana í kring. Börnin sjálf leita því miður æ oftar í nágrannaskólana þar sem allt er nýlegt, spennandi og öruggt!
Skólalóðin er eins og bílastæði lítið grænt mikið svart
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation