Aðgerðin miðar að því að tryggja að allir angar samfélagsins sem gæta, vista, kenna eða standa að málum barna geti tilkynnt um áhyggjur af stöðu þeirra. Þannig skapast heildarsýn yfir líðan og velferð barna. Stefnt er að þróun sértæks hugbúnaðar sem hafi það hlutverk að greina upplýsingar og aðstæður barna eða fjölskyldna sem vísbendingar eru um að gætu haft gagn af nærþjónustu.
Auknar upplýsingar og rannsóknir á líðan og velferð barna er þörf. Sem kennari í leikskóla og foreldri barns í leikskóla tel ég þessar upplýsingar hjálpi okkur að bæta starf okkar og umhverfi barnanna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation