Stofnaður verður þverfaglegur vinnuhópur með þátttöku barna, starfsmanna sviða bæjarins og sérfræðinga. Gert er ráð fyrir að sett verði á laggirnar fjölmörg verkefni þar sem unnið er með gagnkvæma virðingu og lífsgildin almennt. Gera má betur í að minna á jafnræði og m.a. ræða hvernig notkun talsmáta og látbragðs getur verið beitt ýmist með uppbyggjandi eða niðurbrjótandi hætti.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation