Skuldir Garðabæjar hafa aukist um 55% frá árinu 2014 (m.v. lok 2019). Á sama tíma hefur íbúum bæjarins fjölgað um 15%. Fyrir sama tímabil jukust skuldir Hafnarfjarðar um 9% og Kópavogs um 6%, en íbúum Kópavogs hefur fjölgað hlutfallslega jafn mikið og í Garðabæ. Breyta verður um kúrs og hagræða í rekstri bæjarins og eða hækka skatta, því ljóst er að ef sveitarfélagið stendur ekki undir rekstri á hagvaxtarskeiði verður staðan fljótt erfið ef harðnar á dalnum í efnahagsmálum.
Bæjarfélagið verður fljótt að komast í fjárhagsvandræði ef haldið verður áfram á sömu braut. Fyrirliggjandi eru miklar framkvæmdir. Að stærstu leiti er um að ræða knatthús og önnur knattmannvirki Ef stefnunni bæjarins verður ekki breytt má búast við því að skuldir Kópavogs á hvern íbúa verði lægri en skuldir hvers íbúa í Garðabæ á næstu árum. Á hverju ári fáum við að heyra að fjárhagsstaða Garðabæjar sé góð og bærinn rekinn með afgangi. Það er auðvelt að skila afgangi ef hann er tekinn að láni
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation